Kaffi Ilmur opnar bráðum aftur

Nýir eigendur hafa tekið við Kaffi Ilmi og stefna á að opna á næstu dögum. Nú vantar okkur bara starfsfólk til að hjálpa okkur að baka allar góðu kökurnar og brugga gæða kaffi fyrir þá sem vilja koma að njóta í sumar. Ef þig langar, eða veist um einhvern sem langar, til taka þátt í…

Matseðill hússins

Brunch, kökur, vöfflur, kaffi, heitt súkkulaði og ýmislegt fleira á kaffihúsinu. Hér má sjá  matseðil og nákvæmari á stikunni fyrir ofan . Á morgunverðarseðlinum okkar eru meðal annars Beyglur, beikon og egg. Okkar sívinsæla fiskisúpa og beikonborgari o.s.frv.  Sjón er sögu ríkari, bragð og ilmur.

Móttaka á Kaffi Ilmi

Nú standa þau Helga og Ingimar og taka á móti fólki við auglýsingaskápinn á Kaffi Ilmi með bros á vör. Allir hjartanlega velkomnir inn og úti má sitja nú þegar fer að hlýna til að ræða málin, pólitík, mannlíf og hjartans mál. Það má fylgjast með okkur á facebook.

Kaffihúsið og heimabakaðar kökur

Boðið er upp á kaffi frá Kaffitár úr gamalli klassískri ítalskri kaffivél. Kökurnar eru bakaðar á staðnum af bakara hússins. Kökurnar bera margar hverjar nöfn eins og Magnúsarsæla, Ingimar og Þorgerður.

Sögur úr Ingimarshúsi

Hér byggðu þau sér bæ Hér byggðu þau sér bæ Ingimar og Helga í Ingimarshúsi um 1915. Ingimar var söðlasmiður en Helga húsmóðir. Þau byggðu húsið á grunni gripahúsa sem voru á þessum stað. Hann setti upp smiðju fyrir starfsemi sína á neðri hæðinni en þau bjuggu á þeirri efri og leigðu einnig hluta hússins…

Ljósmyndir og sýningar

Nú eru nokkrar eftirmyndir af gömlum málverkum frá Akureyri frá fyrri tíð á neðri hæðinni. Síðasta ljósmyndasýning í húsinu var sýning ÁLFkvenna sem er hópur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli. Þær erum búsettar á Akureyri og í Eyjafirði og hittust vikulega til að spjalla og skipuleggja sýningar og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þær hafa haldið 18 ljósmyndasýningar víða á Akureyri…

Kaffi Ilmur í ljóði

Kári Halldórsson mærði Kaffi Ilm í ljóði og sendi og birtum við það hér. Hann vann við að endurnýja húsið á sínum ótrúlegu gröfum og tækjum. En hefur svo notið erfiðis síns eins og ljóðið ber með sér og margir með honum á fögrum sumardögum. Kaffi Ilmur eftir Kára Halldórsson Kaffi Ilmur mætir mér mitt…

Veislur á Kaffi Ilmi

Það er upplagt að vera með litlar veislur á Kaffi Ilmi. Um daginn var brúðkaup þar og hér eru nokkrar myndir frá því. Þá spilaði húsbandið.    

Umsagnir ferðamanna á Tripadvisor

„Yndislegt kaffihús og espressóið er afbragð. Andrúmsloftið er hlýlegt og þægilegt. Ég mæli með því að koma við þarna og fá sér kaffi.“ „Besta swiss mocha á Akureyri. Eigandinn var mjög vinalegur og hjálpsamur: yndislegur lítill staður. Mjög heimilislegur og þægilegur.“ „Æðislegt lítið kaffihús í gamalli byggingu. Konan sem á það gerir stórkostlegar kökur og býður…