Matseðill

Switch to English menu

Morgunmatur

Frá kl 8 alla morgna.
Til 11.30 á virkum dögum og 9.30 um helgar

Morgunverðarhlaðborð – 1590 kr

Brauð, álegg, kaffi, tea, jógúrt, appelsínusafi og ýmislegt fleira fyrir staðgóðan morgunmat

Huevos Rancheros – 1790 kr
(sem viðbót við hlaðborð: 800kr)

Morgunmatur að mexíkönskum hætti. Svartar baunir steiktar upp úr kúmín, avocado, tómatar, jalapeño sósa og heit tortilla kaka

Egg og beikon – 1650 kr
(sem viðbót við hlaðborð: 700kr)

Samvinna grísa og hæna til að gefa deginum gott start

Pylsur og baunir – 1650 kr
(sem viðbót við hlaðborð: 700kr)

Að breskum sið, Heinz bakaðar baunir og pylsur með.

Hungraður – 2190 kr
(sem viðbót við hlaðborð: 1300kr)

Fyrir þá sem geta ekki valið og vilja prófa allt hér að ofan

Brunch

Frá kl 9.30 til 14.30 á laugardögum og sunnudögum

Hlaðborð – 2990 kr

Braun, álegg, hrærð egg, beikon, pönnukökur, kökur, kaffi, te og ýmislegt annað. Drekkhlaðið hlaðborð sem enginn gengur svangur frá

Súpur

Fiskisúpa Silviju – 2650 kr

Matarmikil fiskisúpa með fiski dagsins, rækjum og skelfiski – eftir framboði dagsins. Súpan er á tómatbasa og krydduð með slatta af chili. Borin fram með brauði og smjöri og smá sýrðum rjóma sem gott er að setja út í súpuna

Kjötsúpa af Eyrinni – 2550 kr

Uppskrift eins og við munum hana frá ömmu. Matarmikil kjötsúpa borin fram með brauði og smjöri

Grænkera súpa á la Annemieke – 1950 kr

Innblástur dagsins (spyrjið á barnum), en alltaf bragðmikil grænmetissúpa dagsins fyrir þá sem fyrst og fremst vilja góða súpu en finnst ekki mikilvægt að eitthvað dýr hafi fórnað lífi sínu fyrir það

Salat

Grískt salat – 2450 kr

Salat að grískum hætti með feta osti, ólífum og öðru góðgæti.

Niçoise salat – 2650 kr

Salat með túnfisk, baunum og kartöflum

Salat með Gremolata – 2550 kr

Hvað er gremolata? Mixtúra gerð úr saxaðri steinselju, hvítlauk, sítrónu og ýmislegu öðru. Frábært ofan á salatið . Auðveldast er bara að prófa

Til að deila

Ostaplatti – 2750 kr

Fínt með bjórnum fyrir 2-4. Gamall Old Amsterdam (og sinnep til að dýfa honum ofaní), Höfðingi, brauð, ólífur, ostafylltir tómatar og ýmislegt annað.

Allskonar platti – 2600 kr

Djúpsteiktir bar snakk bitar, ostar, brauð, ólífur, sósur. Eldhúsið breytir aðeins til þegar þau eru í því skapinu, en alltaf flottur platti til að deila með vinum yfir bjór, vínglasi eða fersku íslensku vatni.

Beyglur

Allar beyglur eru bornar fram með smá salati. Látið vita ef þið viljið sleppa því og við drögum 100 kr af verðinu. Enga matarsóun 🙂

Beikon, salat og tómatur – 1450 kr

Reyktur lax, rjómaostur, capers – 1450 kr

Rjómaostur og sulta – 890 kr

Spælt egg, ostur og skinka – 1450 kr

Hummus – 1350 kr

Panini

Öll panini eru borin fram með salati. Ef þú ert á móti slíku þá getum við sleppt því og dregið 100 kr af

Skinka og ostur – 1450 kr

Pepperoni og ostur – 1450 kr

Mozzarella, tómatur, pesto og parma skinka – 1550 kr

Quesadilla

Quesadilla með brie, mango og vorlauk – 1650 kr

Þessi kemur þér á óvart. Heit tortilla með bráðnum brie osti og mango – blanda sem þú hefur örugglega ekki prófað áður en átt eftir að fá þér aftur. Eða eins og Óðinn sagði: „Það sem hefur aldrei gerst áður getur alltaf gerst aftur“.