About

kaffiilm_auglysing

Í litlu húsi í hjarta Akureyrar, Ingimarshúsi, er Kaffi Ilmur, veitingastaður og kaffihús, rós í hnappagati Akureyrar, í Skátagilinu. Þar var löngum líf og fjör, á vetrum helsta skíðabrekka barnanna og að sumrum grænt leiksvæði. Nú er þar unaðsreitur fyrir alla sem vilja staldra við. Í kringum húsið er ágæt útiaðstaða til að njóta sólarinnar þegar hennar nýtur við en inni eru tveir veitingarsalir á neðri og efri hæð, gerðir upp í gömlum stíl til að skapa notalegt andrúmloft. Vertu velkomin(n) að koma við á leið þinni.

ingimarshus_inni

Á efri hæðinni er boðið upp á hollar súpur, og heitan og kaldan rétt dagsins og heimabakað brauð, salatbar og drykki. Á vefnum birtist matseðill vikunnar og facebook er hægt að fylgjast með matseðlinum. Á neðri hæðinni er svo kaffihúsastemming í gömlu söðlasmiðjunni þar sem boðið er upp á kaffi frá Kaffitár og heimabakaðar kökur og brauð.

Ingimarshús er við Hafnarstræti 107b, aðeins upp í brekkunni í Skátagilinu upp af göngugötunni. Sjá nánar um staðsetningu.

Færðu inn athugasemd