Viðburðir og uppákomur

17. júní á Kaffi Ilmi

kaffiilmur17juni02Þjóðhátíðardagurinn er einn af stærstu dögum ársins á Kaffi Ilmi þegar allt iðar af gleði og mannlífi í miðbæ Akureyrar. Í góðviðrinu á 17. júní 2016 komu margir við á Kaffi Ilmi og nutu viðurblíðunnar.

 

 

 

Fyrsta sumarið 2012 var sett upp sýningin: Visiting the Saddler

Sumarið 2012 voru sýningar í Ingimarshúsi sem fjölluðu um íslenska menningu og sögu hússins á skemmtilegan hátt hugsuð fyrir ferðafólk. Hér með fylgja myndir frá sýningu og veitingum í Ingimarshúsi. Hér er skemmtileg myndaröð frá þessari dagskrá. Dagskráin var hugsuð fyrir ferðafólk sem vill upplifa stemmninguna í gamla húsinu, heimsækja söðlasmiðinn. En Ingimar Jónsson, sem húsið er kennt við, var söðlasmiður og með smiðju sína á neðri hæð hússins. Það voru þau Svava Björk Ólafsdóttir, ferðamálafræðingur, og Bjarni Þór Bragason, tónlistarmaður sem stóðuu að sýningunum með eigendur Kaffi Ilms.

 

photo-07photo-01photo-02photo-05photo-04photo-09

Færðu inn athugasemd